Um okkur

Aurora Camera Service er stofnað 14. febrúar 2023 er því ný vefverslun og viðgerðarþjónusta fyrir myndavélar, linsur og annan ljósmyndatengdan búnað. Til að byrja með fer vefverslun í loftið snemma sumars 2023 og eftir því sem fram líða stundir bætist við vöruúrval og síðan viðgerðarþjónusta.

Hver er ég?

Ég heiti Óskar Andri og er eigandi Aurora Camera Service.

Ljósmyndun hefur verið hluti af mínu lífi frá því að ég var 14 ára gamall og hef ég alltaf haft sérstakan áhuga á tækninni á bakvið ljósmyndun og ljósmyndabúnað. Frá árinu 2000 hef ég unnið hjá BECO ehf við myndavélaviðgerðir, þjónustu og sölu á ljósmyndabúnaði. Ég hef því langa og mikla reynslu á þessu sviði.

Nú er BECO að líða undir lok og hef ég ákveðið að halda áfram í sölu og þjónustu á ljósmyndabúnaði  nema núna í mínum eigin rekstri. 

is_ISIcelandic