Seljandi sendir vörur hvert á land sem er með Póstinum eða Dropp.
Seljandi bíður upp á 14 daga skilarétt þó búið sé að opna vöru og prófa. Til að nýta þennan skilarétt þarf kaupandi að sýna fram á kvittun fyrir vöru eða staðfestingu á móttöku sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær vara var keypt eða afhent. Allar umbúðir, fylgihlutir og leiðbeiningar þurfa að fylgja með vörunni. Kaupandi ber ábyrgð á rýrnun á verðgildi vörunar sem stafar af meðferð hennar sem ekki telst nauðsynleg til að staðfesta eiginleika eða virkni.
Sé vöru skilað eða tilkynnt er um skil innan 14 daga frá kaupum eða afhendingu fæst varan að fullu endurgreidd eða inneign sem samsvarar upphaflegu kaupverði vörunar. Kaupandi ber ábyrgð á kostnaði við að skila vöru og skila henni til seljanda. Til að nýta sér rétt til að falla frá samningi er mikilvægt að kaupandi tilkynni seljanda innan 14 daga að kaupandi vilji nýta sér rétt til að falla frá samningi. Tilkynningu skal senda með tölvupósti til info@auroracam.is.
Seljandi styðst við reglugerð 435/2016 sem fjallar um rétt neytenda til að falla frá samningi. Leiðbeiningar eru staðlaðar og eru svohljóðandi:
Þú hefur rétt til að falla frá þessum samningi án þess að tilgreina nokkra ástæðu innan 14 daga.
Frestur til að falla frá samningnum rennur út 14 dögum eftir þann dag sem þú eða annar einstaklingur sem þú tilgreindir, annar en flutningsaðilinn, hefur fengið vöruna í sína vörslu.
Til þess að nýta réttinn til að falla frá samningnum þarft þú að tilkynna okkur hjá Aurora Camera Service með tölvupósti á info@auroracam.is ákvörðun þína um að falla frá samningnum með ótvíræðri yfirlýsingu.
Til að fresturinn teljist virtur nægir þér að senda tilkynningu um að þú neytir réttar þíns til að falla frá samningi áður en fresturinn rennur út.
Ef þú fellur frá þessum samningi munum við endurgreiða þér allar greiðslur sem við höfum fengið frá þér, þ.m.t. afhendingarkostnað (að undanskildum viðbótarkostnaði vegna þess að þú valdir annan afhendingarmáta en ódýrasta staðlaða afhendingarmáta sem við bjóðum). Endurgreiðsla fer fram án ástæðulausrar tafar og alla jafna ekki síðar en 14 dögum eftir að okkur berst tilkynning um um að þú fallir frá þessum samningi. Við munum endurgreiða þér með því að nota sama greiðslumiðil og þú notaðir í upphaflegu viðskiptunum, nema þú hafir samþykkt annað sérstaklega. Þú þarft ekki að bera neinn kostnað af þessari endurgreiðslu. Við getum beðið með endurgreiðslu þar til við höfum fengið vöruna aftur eða þú hefur lagt fram sönnun fyrir endursendingu hennar, hvort sem kemur á undan.
Þú þarft að endursenda vöruna eða afhenda vöruna til okkar, án ástæðulausrar tafar og eigi síðar en 14 dögum eftir daginn sem þú tilkynnir okkur ákvörðun þína um að falla frá samningnum. Fresturinn telst virtur ef þú endursendir vöruna fyrir lok 14 daga tímabilsins.
Við bjóðum upp á greiðslu með millifærslu eða greiðslukorti í gegnum örugga greiðslusíðu Rapyd.
Í samræmi við reglur neytendakaupalaga nr 48/2003 er tveggja ára ábyrgð á öllum búnaði sem seldur er til einstaklinga á Íslandi. Vörur sem ætlaður er umtalsvert lengri endingartími en 5 ár geta verið með allt að 5 ára ábyrgð á framleiðslugöllum. Þegar búnaður er keyptur í atvinnuskyni af lögaðila er ábyrgðartími 1 ár. Ábyrgð fellur niður ef utanaðkomandi aðili framkvæmir tilraun til viðgerðar, opnar/rífur innsigli, vara hlýtur slæma eða ranga meðferð eða er notuð í verkefni sem teljast utan tilætlaðrar og eðlilegrar notkunar vörunnar. Ábyrgðin nær ekki til eðlilegs slits á búnaði eða notkunar á rekstrarvöru. Tjón vegna áfalls sem tæki verður fyrir eða vatnsskaða telst aldrei ábyrgð.
Viðgerðir skulu fara fram á verkstæði seljanda eða öðru verkstæði sem seljandi hefur samþykkt. Flutningskostnaður til og frá verkstæði fellur ekki undir ábyrgð.
Sölureikningur telst ábyrgðarskírteini og gildir ábyrgð frá kaupdegi.
Notaðar vörur seljast í því ástandi sem þær eru og bera ekki ábyrgð. Þær notaðar vörur sem seldar eru í vefverslun seljanda hafa ítarlegar myndir af hinni eiginlegu vöru sem afhent verður kaupanda. Einnig er ítarleg lýsing á ástandi og virkni vörunar. Með kaupum á notaðri vöru hefur kaupandi samþykkt að hann hefur kynnt sér ítarlega þær myndir, upplýsingar og skilmála sem gefnar voru upp með vörunni. Notuðum vörum fæst ekki skilað eða skipt.
Seljandi ber ekki ábyrgð á gögnum sem kunna að glatast vegna bilunar eða galla sem kunna að koma upp í vörum seljanda. Seljandi ber ekki heldur ábyrgð á rafrænum gögnum sem kunna að vera á búnaði sem sendur er í viðgerð til seljanda. Það er alltaf ábyrgð kaupanda að tryggja afritun gagna.
Seldar vörur eru eign seljanda þar til kaupverð er að fullu greitt.
Seljandi safnar aðeins þeim persónuupplýsingum sem nauðsynlegar eru til að sinna lögmætri vinnslu bókhalds, ábyrgð á seldum hlutum og skilvirkri þjónustu við viðskiptavini.
Með því að stofna aðgang á síðu seljanda samþykkir kaupandi umrædda notkun á þessum gögnum til samskipta, vörusendinga, bókhalds, ráðlegginga og meðferð ábyrgðarmála.
Gögnin sem um ræðir eru kennitölur, nöfn, notendanöfn, heimilisföng, símanúmer, tölvupóstföng, tölvupóstsamskipti, bankaupplýsingar í tilfelli endurgreiðslu, viðskiptasaga og verkbókhaldsskýrslur. Viðkvæmar greiðsluupplýsingar fara ávallt í gegnum öruggar vefsíður viðkomandi greiðslumiðla.
Seljandi afhendir ekki gögn til þriðja aðila án samþykkis kaupanda nema þau sem eru aðgengileg í opinberum gagnabönkum og þá aðeins til að uppfylla þjónustu við viðskiptavini svo sem sendingu á vöru til kaupanda eða sendingu tækja í viðgerð til þriðja aðila.