Umboðssala

Fyrirkomulag og skilmálar

Hjá Aurora Camera Service bjóðum við upp á að selja notaðar myndavélar eða linsur í umboðssölu. Við bjóðum eingöngu upp á að selja hluti sem eru í okkar vörslu, hafa verið yfirfarnir, prófaðir og metnir hjá okkur. Hver og einn hlutur fær einkunn sem er gefin út frá einkunnartöflunni okkar. Þetta er til að auðvelda kaupanda að gera sér grein fyrir ástandi vörunar áður en að hann samþykkir kaupin. Notaðir hlutir bera ekki virðisaukaskatt og eru seldir í því ástandi sem þeir eru án ábyrgðar nema annað sé tekið fram. 

Fyrir hvern og einn hlut sem kaupandi hyggst kaupa eru myndir af hlutnum ásamt ítarlegri lýsingu og einkunn. Það er mjög mikilvægt að kaupandi hafi skoðað þessi þrjú atriði en með því að kaupa notaðan hlut er kaupandi samþykkur því að kaupa hann í því ástandi sem er gefið upp. 

Einkunnartafla

Allir hlutir sem seldir eru undir flokknum „Notað“ hjá Aurora Camera Service hafa verið ítarlega skoðaðir og hljóta ákveðna einkunn samkvæmt töfluni hér að neðan.

Einkunn nýrra hluta

Undir flokknum „Notað“ geta verið seldir nýjir, demo eða b-stock hlutir með 2 ára ábyrgð. Þessar einkunnir eiga eingöngu við um þá hluti.

Einkunn Ástand Lýsing
NEW
100%
Hluturinn er nýr og hefur aldrei verið seldur. Hluturinn gæti verið frá gömlum lager eða vara sem er hætt.
DEMO
95-99%
Hlutur sem er nýr, hefur aldrei verið seldur en gæti hafa verið notaður til að prófa eða verið sýningarvara. Upprunarlegar umbúðir, aukahlutir og leiðbeiningar fylgja með en gætu hafa verið opnuð.
B-Stock
90-95%
Hlutur sem hefur verið skilað eða gerður upp í upprunalegt ástand samkvæmt viðmiðum framleiðanda. Upprunalegar umbúðir, aukahlutir og leiðbeiningar fylgja með en hafa verið opnaðar.

Einkunn notaðra hluta

Notaðir hlutir eru seldir án virðisaukaskatts og án ábyrgðar. Kaupandi verður að lesa og skilja ástandslýsingu og einkunn sem hluturinn hefur fengið. 

Einkunn Ástand Lýsing
Mint
100%
Fullkomið ástand með engin ummerki um notkun. Allar upprunalegar umbúðir, aukahlutir og leiðbeiningar fylgja með. Viðmiðið er sett mjög hátt og munu aðeins fáir hlutir geta uppfyllt þessi skilyrði.
EXC+
98-99%
Einstaklega gott ástand, einungis ítarleg skoðun gæti leitt í ljós einhver ummerki um notkun.
EXC
90-97%
Einstaklega gott ástand en áferð hlutarins gæti verið farin að sýna merki um notkun og skjágler gæti verið með nuddlínur eftir hreinsun.
BARGEIN
80-89%
Virkar og afkastar líkt og hluturinn ætti að gera. Ummerki um notkun orðin mjög greinileg. Hlutur gæti verið rispaður og áferð hlutarins farin að eyðast upp á hornum og brúnum. Skjágler og linsugler geta verið með línur og nudd eftir hreinsun.
UGLY
70-79%
Hlutur er farinn að slitna og áferð farin að eyðast upp. Hlífar gætu verið brotnar og grip-gúmmí farin að bólgna. Gler getu verið með línur og nudd eftir hreinsun ásamt rispum sem gætu haft áhrif á myndir. Hluturinn virkar ennþá en slit hlutir (t.d. lokari, mótorar o.fl) gætu verið að nálgast eða hafa náð áætluðum líftíma.
AS IS
Hlutur er bilaður og eingöngu seldur í varahluti.
VD
VD Stendur fyrir Vintage Display. Þetta er sérstök einkunn sem ætluð er fyrir gamla (vintage) hluti sem ekki virka lengur en gætu hentað sem skreyting.

Verðlagning

Þegar hlutir eru seldir í umboðssölu er það eigandi hlutarins sem ákveður verðið. Við búum hinsvegar yfir mikill þekkingu og reynslu við verðlagningu á notuðum ljósmyndavörum og getum aðstoðað sé þess óskað. 

Þegar kemur að því að verðleggja notaða hluti er það oft framboð og eftirspurn sem stýrir verðinu. Til er almenn viðmiðunarregla sem notuð hefur verið í áraraðir á Íslandi. Í fyrsta lagi þá bera notaðir hlutir ekki virðisaukaskatt. Ef það er til samskonar ný vara og á að selja þá er hægt að nota nývirði á þeim hlut til viðmiðunar og taka virðisaukaskattinn af sem er 24%. Síðan þarf að reikna afföll vegna notkunar og hefur 20% oft verið notað sem ákveðið viðmið. Með þessu getur verið hægt að fá ákveðið viðmiðunarverð á nýlegum notuðum hlutum. Endanlegt verð mun síðan ráðast mjög mikið á framboði, eftirspurn og ástandi hlutarins. 

Fyrir eldri hluti sem ekki er lengur hægt að finna nývirði til að miða við þarf stundum að skoða gangverð þeirra á sölusíðum hér á Íslandi. Önnur leið er að skoða „Sold Items“ á Ebay í Bretlandi þar sem Bretland hefur komist næst Íslandi hvað varðar verðlagningu á notuðum ljósmyndavörum (rétt er að hafa í huga að ef notaður hlutur er keyptur erlendis frá þá þarf alltaf að borga virðisaukaskatt af því eins öllum öðrum vörum við komuna til landsins).

Söluþóknun

Aurora Camera Service tekur 10-20% þóknun af söluandvirði vörunnar samkvæmt töflunni hér að neðan. Innifalið í söluþóknun er ástandskoðun, myndataka af þeim hlutum sem á að selja, auglýsing og umsýsla vegna sölu.

Söluandvirði Þóknun
Upp að 100.000
20%
Frá 100.000 til 149.000
18%
Frá 150.000 til 199.000
15%
Frá 200.000 til 249.000
12%
Frá 250.000
10%

Ég vil selja!

Til að selja hjá okkur notuð tæki er best að senda okkur tölvupóst á info@auroracam.is eða nota formið á síðunni til að hafa samband

en_USEnglish