Tragopan Hokki V3

Hokki V3 er liggjandi felutjald sérstaklega hannað fyrir opin rými til að taka myndir á jörðu niðri í augnhæð við myndefnið.

Hokki notar sama hraðopnunarkerfi og Tragopan V6 og Monal V2. Þetta kerfi gerir manni kleift að opna aðalhólfið á mjög stuttum tíma. Aftari hlutinn er síðan stagaður með hælum. Það sem eftir er af uppsetningarferlinu felst í því að stilla tjaldhimininn með 4 hraðtengjum við sjálft tjaldið, sem gera manni kleift að stilla strekkinguna á himninum, og að lokum setja súlu til að gera rýmra pláss í aftari hluta tjaldsins. Tjaldið er með einni aðgangshurð sem hægt er að opna og loka innan frá sem utan með þykkum og hljóðlausum rennilás.

1 á lager

Verð :

36.900 kr.

Vörulýsing

Tragopan Hokki V3 er liggjandi felutjald sem getur hentar afar vel við aðstæður þar sem hægt er að komast nálægt jörðinni og þannig betur í augnhæð við myndefnið

Þessi nýja útgáfa af Hokki felutjaldinu er með breiðari glugga að framan. Hægt er að hylja gluggan með neti til að auðvelda það að fylgjast með myndefninu án þess að sjást.

Þetta tjald er úr vatnsheldu «150D Oxford» pólýester, sem sameinar léttleika og styrk. Að auki fylgir með himinn sem gerir tjaldið vatnheldara í rigningum og kemur í veg fyrir rakamyndun inni í aðaltjaldinu. Það hjálpar einnig til við að halda hitanum inni í tjaldinu niðri í mikilli sól. Tvær loftræstingar, önnur að aftan og önnur efst á aðalhólfinu, eru til staðar til að skapa betra loftflæði.

Hokki V3 er hannað með vatnheldum botni. Það er með 3 myndatökuglugga, einn að framan og einn á hvorri hlið. Allar ermarnar og lokar sem notaðir eru með Hokki virka einnig meðTragopan V6 og Monal V2, og hægt er að festa þær með sama hljóðlausa klemmukerfi sem er samhæft við: Ógegnsætt ferkantað ermi með litlu innbyggðu renndu opi til að nota flass eða kanna hvað er að gerast úti. Ferhyrnda net ermi, nethlerar og ógegnsæir hlerar sem rennt er að tjaldinu og hægt er að stilla opið að linsunni. Þessa ógagnsæju hlera er hægt að nota til viðbótar við netin.

Tæknilegir eiginleikar:

Notkun: Liggjandi tjald

Litur: haust

Mynstur: Camo realistic

Notkunartími: Allt árið um kring

Stærð (opið)

·         Hæð: 75 cm

·         Lengd:  230 cm

·         Breidd: 95 cm

Stærð (í töskunni): 20x55x20cm

Þyngd:  2,65 kg (í töskunni)

Vatnsstyrkur: pu 2000 mm

is_ISIcelandic